Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Viðurkenning fyrir sex stafræn skref

24. september 2025

Lögreglan og embætti ríkislögreglustjóra tóku við viðurkenningu frá Stafrænu Íslandi á ráðstefnunni Tengjum ríkið sem fór fram í síðustu viku.

Lögreglan hefur nú lokið sex stafrænum skrefum af níu ásamt því að vera með þrjú skref í vinnslu.

Til gamans má geta þess að ytri vefur lögreglu mun færast alveg yfir á Ísland.is í lok mánaðar.

Stafrænu skrefin eru hvataverðlaun fyrir opinbera aðila og er ætlað að ýta undir nýtingu fjárfestingar og markmið ráðuneytisins með því að veita þeim opinberu aðilum viðurkenningu sem nýta opin og sameiginleg tól sem þróuð hafa verið af Stafrænu Íslandi.

Alls fengu sjö stofnanir viðurkenningu fyrir stafræn skref á Tengjum ríkið í ár.