Viðbrögð við fjölþátta ógnum æfð í Svíþjóð
9. október 2025
Sérsveit ríkislögreglustjóra æfði viðbrögð við fjölþátta ógnum á æfingu í Svíþjóð í síðustu viku. Hryðjuverkasveit sænsku lögreglunnar fór fyrir æfingunni og sá um allt utanumhald.

Æfingin er liður í alþjóðlegu samstarfi við aðrar sérsveitir og annarra löggæsluaðila í Evrópu sem sérsveitin sækir reglulega. Á æfingunni var meðal annars lögð áhersla á tæknilega löggæslu, þar með talið drónavarnir og sprengjutilræði, köfun og fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir skemmdarverk mikilvægra innviða.
Meginmarkmið æfinganna er að efla samvinnu og þjálfun sérsveita og annarra löggæsluaðila á milli landa. Fjölmargir áttu aðkomu að æfingunum til viðbótar við sérsveitirnar en það voru til að mynda; samningamenn frá lögreglu, leyniþjónustur, greiningadeildir, strandgæslur og landamæraverðir sem studdu við aðgerðir lögreglu í æfingunni.
