Verndaðu heimilið gegn innbroti
10. júlí 2025
Svokallaður Focus Day var á dagskrá í fjölmörgum löndum í síðasta mánuði, en að honum komu m.a. Evrópusambandið og Europol.

Að þessu sinni voru afbrotavarnir áfram í brennidepli, en sjónum var beint að því hvernig megi koma í veg fyrir innbrot á heimili. Lögreglan hefur ítrekað nefnt ýmsar leiðir í þeim efnum, en í meðfylgjandi myndbandi er mikilvægi þess að hafa traustar hurðalæsingar, útiljós með hreyfiskynjara, traustar gluggalæsingar og inniljós með tímastillir haldið á lofti.