Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Vefveiðar netsvikara í nafni Skattsins

21. nóvember 2025

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vefveiðum í nafni Skattsins, en embættinu hafa borist tilkynningar vegna þessa.

Hvernig fara netsvikin fram?

  1. Viðtakandi fær vefveiðapóst.

  2. Í tölvupóstinum er viðtakanda tilkynnt að það liggi fyrir ógreidd krafa sem greiða eigi samdægurs. Í tölvupóstinum er einnig hlekkur á

    www.island.is/greida

    . En á bakvið þennan hlekk er vefsíða sem er ekki tengd island.is heldur er hún tengd við greiðslugátt netsvikaranna.

  3. Á vefsíðunni er óskað eftir kennitölu, símanúmeri og vali á viðskiptabanka áður en notandinn er fluttur yfir á greiðslusíðu.

  4. Þessi svikasíða stelur kennitölu, símanúmeri og kreditkortaupplýsingum þeirra sem fylla út þessar upplýsingar

Ráðleggingar lögreglu

Lögregla hvetur öll til að vera á varðbergi gagnvart slíkum fjársvikum yfir netið og vill minna á að:

  • Skoða vel og vandlega slóðina á greiðslusíðum, oft eru vefveiðivefsíður á .app, .top, .xyz lénum, en alls ekki hægt að útiloka að .is lén séu notuð við vefveiðarnar

  • Opinber vefur Skattsins er skatturinn.is

  • Opinberar stofnanir biðja aldrei um banka- eða kreditkortaupplýsingar í tölvupósti

  • Ekki smella á hlekki sem þið fáið í grunsamlegum tölvupóstum

  • Ef þú ert í vafa, hafa beint samband við Skattinn í síma

    442-1000

Ef þú hefur smellt á hlekk eða orðið fyrir fjársvikum:

  • Hafðu strax samband við bankann þinn

  • Hafðu samband við lögreglu í síma 444-1000

  • Safnaðu öllum upplýsingum um atvikið og sendu á

    cybercrime@lrh.is