Þessi frétt er meira en árs gömul
Valnefndarvinnu lokið
22. september 2003
Valnefnd Lögregluskóla ríkisins hefur, úr hópi 70 umsækjenda, valið þá 40 sem verður boðin skólavist í Lögregluskólanum á námsárinu 2004. Öllum þeim sem boðaðir voru til viðtals hjá valnefndinni mun á næstu dögum berast bréf þar sem niðurstaðan verður kynnt.