Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Umferðarslys á Miklubraut – vitni óskast

9. júlí 2025

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Miklubraut í Reykjavík í morgun, en tilkynning um slysið barst kl. 8.35.

Þar var bifhjóli ekið Miklubraut til vesturs, en á móts við Skeifuna virðist ökumaðurinn hafa misst stjórn á hjólinu, sem við það hafnaði á vegriði.

Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is