Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

9. desember 2025

Dagana 23. nóvember til 6. desember slösuðust tuttugu og fimm vegfarendur í átján umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, en alls var tilkynnt um 80 umferðaróhöpp í umdæminu á umræddu tímabili.

23.11 2025

Kl. 1.54 féll ökumaður af rafhlaupahjóli á Flókagötu í Reykjavík, við Klambratún. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.

Kl. 2.59 var bifreið ekið suður Kringlumýrarbraut í Reykjavík, inn á gatnamót við Háaleitisbraut á rauðu ljósi, og á bifreið, sem var ekið vestur Háaleitisbraut. Ökumaður og farþegi úr fyrrnefndu bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.

Kl. 3.20 féll ökumaður af rafhlaupahjóli á Kalkofnsvegi í Reykjavík, við Landsbankahúsið. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.

Kl. 11.18 var bifreið ekið suður Suðurlandsveg í Reykjavík, sunnan Vesturlandsvegar, og á ljósastaur. Talið er að sólin hafi blindað ökumanninum sýn í aðdraganda slyssins. Hann og farþegi voru fluttir á slysadeild.

24.11 2025

Kl. 8.29 var bifreið ekið austur Lyngháls í Reykjavík, inn á gatnamót við Stuðlaháls gegn stöðvunarskyldu, og á bifreið, sem var ekið suður Stuðlaháls. Ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.

25.11 2025

Kl. 14.47 var bifreið ekið norður Vesturlandsveg á Kjalarnesi og aftan á kyrrstæða bifreið, sem beið þess að vera beygt inn í Grundarhverfi. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.

26.11 2025

Kl. 6.47 var bifreið ekið aftan á reiðhjól í Vesturhólum í Reykjavík, við Blikahóla. Ökumaðurinn sagðist hvorki hafa séð hjólið né hjólreiðamanninn í aðdragandanum. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.

Kl. 15.42 var bifreið ekið suður Reykjanesbraut í Garðabæ, við Vífilsstaðaveg, og á vegrið. Talið er að ökumaðurinn hafi dottað í aðdraganda slyssins. Hann var fluttur á slysadeild.

27.11 2025

Kl. 12.28 var bifreið ekið suðaustur Skógarlind í Kópavogi, við innkeyrslu að bifreiðastæði við Dalveg 2-8, og aftan á bifreið, sem beið þess að vera beygt inn á bifreiðastæðin. Ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.

28.11 2025

Kl. 11.37 var bifreið ekið vestur Miklubraut í Reykjavík, austan gatnamóta við Grensásveg, og aftan á aðra bifreið sem við það kastaðist áfram á þriðju bifreiðina. Tveir voru fluttir á slysadeild.

29.11 2025

Kl. 12.06 féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á gangstíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Laugavegs í Reykjavík. Hann var fluttur á slysadeild.

30.11 2025

Kl. 0.17 var bifreið ekið á ljósastaur við Reynisvatnsveg í Reykjavík. Hálka og snjór var á vettvangi. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild.

1.12 2025

Kl. 6.05 féll hjólreiðamaður af reiðhjóli í bílakjallara í Katrínartúni í Reykjavík. Hann var fluttur á slysadeild.

Kl. 12.11 var bifreið ekið norður Dranghellu í Hafnarfirði, inn á gatnamót við Álfhellu gegn biðskyldu, og á bifreið, sem var ekið austur Álfhellu. Ökumaður úr fyrrnefndu bifreiðinni var fluttur á slysadeild.

3.12 2025

Kl. 7.35 var bifreið ekið suður Lambhagaveg í Reykjavík og á bifreið, sem var ekið norður sama veg, þegar ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar hugðist beygja á gatnamótum við Mímisbrunn og aka hann til austurs. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Kl. 14.22 var bifreið ekið suður Grensásveg í Reykjavík, við Skálagerði, og á gangandi vegfaranda. Ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð vegfarandann í aðdragandanum, en sólin var lágt á lofti þegar slysið varð. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild.

Kl. 20.13 var bifreið ekið tvær bifreiðar á Breiðholtsbraut í Reykjavík, við Stöng. Tjónvaldurinn ók af vettvangi, en fannst síðar um kvöldið. Hann er grunaður um fíkniefnaakstur. Tveir voru fluttir á slysadeild.

4.12 2025

Kl. 9.29 var bifreið ekið vestur Miklubraut í Reykjavík, við Skeifuna, og aftan á aðra bifreið, en ökumaður hennar hafði stöðvað vegna kyrrstæðrar bifreiðar sem var fram undan á veginum. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.