Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu
22. desember 2025
Dagana 7. til 20. desember létust tveir vegfarendur og nítján slösuðust í sextán umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, en alls var tilkynnt um 86 umferðaróhöpp í umdæminu á umræddu tímabili.

8.12 2026
Kl. 9.51 var bifreið ekið vestur Suðurlandsbraut í Reykjavík, gegnt Hilton Reykjavik Nordica, og á konu sem var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut. Hún var flutt á slysadeild og lést þar nokkrum dögum síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.
Kl. 16.13 var bifreið ekið á burðarsúlu í bílakjalla við Öldugranda í Reykjavík. Í aðdragandanum hafði ökumaðurinn fest annan fótinn undir bremsuhemli þegar hann var að taka beygju. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Kl. 16.50 varð árekstur jepplings og flutningabíls á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, sunnan Leirvogsár gegnt Bugðufljóti, en bifreiðunum var ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður jepplingsins var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.
9.12 2026
Kl. 8.32 varð þriggja bíla árekstur á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Hjallahrauns í Hafnarfirði. Í aðdragandanum er talið að einn ökumannanna hafi ekið gegn rauðu ljósi. Einn var fluttur á slysadeild.
10.12 2026
Kl. 16.50 var bifreið ekið suður Bústaðaveg í Reykjavík, við Flugvallaveg, og á gangandi vegfaranda, sem var á leið yfir götuna frá Valssvæðinu. Hann var fluttur á slysadeild.
12.12 2026
Kl. 5.47 hafnaði bifreið utan vegar við Reykjanesbraut í Hafnarfirði, vestan við Álverið, og valt. Í aðdragandanum sagðist ökumaðurinn að dýr hefði hlaupið yfir veginn og fipað hann við aksturinn. Ökumaðurinn og farþegi voru fluttir á slysadeild.
Kl. 9.11 var bifreið ekið á ljósastaur við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, þegar ökumaðurinn fór um hringtorg við Arnarhraun. Hann var fluttur á slysadeild.
14.12 2026
Kl. 20.28 var bifreið ekið vestur Reykjanesbraut í Reykjavík, sunnan Breiðholtsbrautar, og á ljósastaur við veginn. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Kl. 22.38 var bifreið ekið um Reykjanesbraut í Hafnarfirði og á ljósastaur við frárein við Krýsuvíkurveg. Í aðdragandanum voru ökumaðurinn og farþegi að rífast og við það missti sá fyrrnefndi stjórn á bifreiðinni. Báðir voru fluttir á slysadeild.
15.12 2026
Kl. 18.56 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Jaðarsels í Reykjavík. Í aðdragandanum er talið að annar ökumannanna hafi ekið gegn rauðu ljósi. Tveir voru fluttir á slysadeild.
Kl. 19.03 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar í Reykjavík. Í aðdragandanum er talið að annar ökumannanna hafi ekið gegn rauðu ljósi. Einn var fluttur á slysadeild.
16.12 2026
Kl. 21.30 var bifreið ekið um Reykjanesbraut í Garðabæ og aftan á aðra bifreið, sem var kyrrstæð á rauðu ljósi á gatnamótum við Álftanesveg. Ökumaður og farþegi úr fremri bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.
17.12 2026
Kl. 7.53 var bifreið ekið um Sæbraut í Reykjavík og gangandi vegfaranda, sem var á leið yfir götuna á gatnamótum við Skeiðarvog. Hann var fluttur á slysadeild.
18.12 2026
Kl. 15.19 var bifreið ekið suður Ægisgötu í Reykjavík og gangandi vegfaranda, sem var á leið yfir götuna á gatnamótum við Túngötu. Hann var fluttur á slysadeild.
19.12 2026
Kl. 15.33 var bifreið ekið suður Reykjanesbraut í Kópavogi og aftan á aðra bifreið á móts við Trampólíngarðinn, sem hafði hemlað vegna umferðar fram undan. Tveir voru fluttir á slysadeild.
Kl. 15.52 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Mímisbrunns og Lambhagavegar í Reykjavík. Í aðdragandanum er talið að annar ökumannanna hafi ekki virt biðskyldu. Einn var fluttur á slysadeild.