Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Tólf vikna farbann

4. september 2025

Frönsk kona á sextugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í tólf vikna farbann, eða til 27. nóvember, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti tveggja franskra ferðamanna á hóteli í miðborginni um miðjan júní.

Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá þeim tíma, en hún var á ferðalagi með þeim sem létust þegar málið kom upp í sumar. Þau voru öll tengd fjölskylduböndum.

Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur fallist á fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhaldskröfu embættisins yfir konunni í lok ágúst, fram yfir meginregluna um hámark 12 vikna gæsluvarðhald, en Landsréttur stytti gæsluvarðhaldið til 6. september og hefði það því runnið út nk. laugardag. Vegna þessa kom til kröfu um farbann, sem nú hefur verið samþykkt líkt og áður er getið.