Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Svikahrappar á ferðinni

18. september 2025

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum aðilum sem hafa verið á kreiki við verslunarmiðstöðvar í umdæminu og þóst vera að safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra.

Um er að ræða erlenda ríkisborgara, sem þykjast jafnvel sjálfir vera heyrnarlausir, og eru þeir sagðir mjög ýtnir og frekir við að fá fólk til að millifæra peninga í gegnum síma. Borist hafa ábendingar vegna þessa og því er ítrekað að umræddir aðilar eru EKKI á vegum Félags heyrnarlausra.