Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Svar ríkislögreglustjóra við upplýsingabeiðni dómsmálaráðuneytisins

6. nóvember 2025

Á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna óskaði dómsmálaráðuneytið eftir fyrirliggjandi gögnum og skýringum frá embætti ríkislögreglustjóra um viðskipti embættisins við fyrirtækið Intra ráðgjöf slf.

Óskað var eftir gögnum á tímabilinu 2020 til 2025 sem og um hvaða ráðgjöf og verkefni það voru sem fyrirtækið innti af hendi og um heildarkostnað embættisins vegna þessara viðskipta.

Samhliða óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum frá embættinu um umfang kaupa á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslna til verktaka af hálfu embættis ríkislögreglustjóra á sama tímabili. Þá óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum um það hvort embættið hafi á sama tímabili innt af hendi greiðslur sem eru umfram viðmiðunarmörk vegna útboða og þá hvort útboðs hafi verið leitað.

Embættið hefur skilað framangreindum gögnum og upplýsingum til dómsmálaráðuneytisins. Gögnin og upplýsingarnar má finna hér að neðan.