Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Samþjálfun lögreglu og sérsveitar

8. desember 2025

Stór sameiginleg æfing lögreglu og sérsveitar fór fram í og við höfuðborgarsvæðið dagana 5 ,13, og 20. nóvember síðastliðinn.

Auk sérsveitar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tóku fulltrúar frá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu, Fjarskiptamiðstöð, Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og Brunavörnum Suðurnesja þátt í æfingunum en í heildina voru um 70 þátttakendur.

Markmið æfinganna var að æfa og efla samhæfða viðbragðsgetu lögreglu og annarra viðbragðsaðila vegna ógna af mannavöldum sem krefjast vopnaburðar lögreglu og samhæfðra aðgerða. Áhersla var lögð á samvinnu og samskipti á milli ólíkra aðila þar sem reynt var á ákvarðanatöku undir miklu álagi.

Samþjálfun sem þessi er mikilvægur þáttur í viðbúnaði íslenskrar lögreglu og annarra viðbragðsaðila þar sem tryggt er að samvinna milli stofnana sé skilvirk, vel samhæfð og hæf til að bregðast við flóknum atburðum.