Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Riffill endurheimtur

25. mars 2025

Nýverið var riffli stolið úr verslun á höfuðborgarsvæðinu og beindust böndin fljótt að ákveðnum manni.

Lögreglustjarna (.png)

Nýverið var riffli stolið úr verslun á höfuðborgarsvæðinu og beindust böndin fljótt að ákveðnum manni. Sá var handtekinn nokkru síðar, játaði sök og vísaði á vopnið, sem reyndist óhlaðið.

Á það var þá hins vegar kominn hljóðdeyfir, sem annar maður hafði keypt í millitíðinni og látið setja á vopnið. Sá maður var líka handtekinn og í framhaldinu var farið í húsleit í híbýlum hans.

Þar var að finna fleiri skotvopn og skotfæri og var það sömuleiðis haldlagt, en vörslu þeirra var ábótavant og ekki í samræmi við ákvæði vopnalaga.

Viðkomandi var með skotvopnaleyfi en það var samstundis afturkallað. Hinum stolna riffli var hins vegar komið aftur í réttar hendur.