Rafvarnarvopni beitt tvisvar sinnum við handtöku á öðrum ársfjórðungi
14. október 2025
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja ársfjórðungsskýrslu (apríl-júní) yfir notkun á rafvarnarvopni hjá lögreglu.

Rafvarnarvopn voru tekin í notkun sem valdbeitingartæki hjá lögreglu í september 2024. Vopnin eru á sama stigi í valdbeitingarstiganum og kylfa og varnarúði og gefa lögreglu aukna möguleika á að velja þann varnarbúnað sem hæfir hverju verkefni. Með því er leitast við að auka öryggi almennings og lögreglu.
Skýrsluna má finna hér.
Á ársfjórðungnum apríl til og með júní síðastliðinn var rafvarnarvopn dregið úr slíðri og/eða ógnað með tækinu alls 24 sinnum, í samanburði við 28 mál á ársfjórðungnum á undan. Á ársfjórðungnum apríl til júní var því beitt við handtöku tvisvar sinnum.
Lögregla beitti rafvarnarvopni við handtöku sjö sinnum frá því að það var tekið í notkun í september 2024 til júní loka 2025.