Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Rafvarnarvopni beitt þrisvar sinnum á fyrsta ársfjórðungi

3. júní 2025

Ríkislögreglustjóri hefur birt ársfjórðungsskýrslu yfir notkun á rafvarnarvopni hjá lögreglu.

Rafvarnarvopn voru tekin í notkun sem valdbeitingartæki hjá lögreglu í september 2024. Vopnin eru á sama stigi í valdbeitingarstiganum og kylfa og varnarúði og gefa lögreglu aukna möguleika á að velja þann varnarbúnað sem hæfir hverju verkefni. Með því er leitast við að auka öryggi almennings og lögreglu.

Skýrsluna má finna hér.

Á síðasta ársfjórðungi ársins 2024 var rafvarnarvopni beitt af lögreglu tvisvar sinnum við
handtöku.

Á fyrsta ársfjórðungi hefur lögregla beitt rafvarnarvopni við handtöku þrisvar
sinnum.

Í september 2024, var rafvarnarvopn dregið úr slíðri og/eða ógnað með tækinu fjórum sinnum.

Í 13 tilvikum á síðasta ársfjórðungi ársins 2024 var rafvarnarvopn dregið úr slíðri og/eða ógnað með tækinu við handtöku, en það sama átti við í 28 málum fyrsta ársfjórðung þessa árs.