Peningar í óskilum
26. mars 2025
Reiðufé er í óskilum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Reiðufé er í óskilum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en það var heiðvirður borgari sem fann peningana í Reykjavík í síðustu viku. Um er að ræða talsverða upphæð, en fyrirspurnir má senda í tölvupósti á netfangið gunnar.runar@lrh.is
Krafist verður staðfestingar á eignarhaldi.