Nýr leiðarvísir fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi
10. mars 2025
Á ofbeldisgátt 112.is hefur verið birtur leiðarvísir fyrir þolendur um meðferð heimilisofbeldismála, eða ofbeldi sem beitt er af einhverjum sem er skyldur eða tengdur þolanda allt frá fyrstu afskiptum og þar til dómur liggur fyrir í réttarkerfinu.

Á ofbeldisgátt 112.is hefur verið birtur leiðarvísir fyrir þolendur um meðferð heimilisofbeldismála, eða ofbeldi sem beitt er af einhverjum sem er skyldur eða tengdur þolanda allt frá fyrstu afskiptum og þar til dómur liggur fyrir í réttarkerfinu. Dæmi um skyldleika getur verið maki, fyrrverandi maki, fullorðið barn, foreldri, systkini eða forsjáraðili. Ofbeldið getur átt sér stað utan heimilisins og gerandi og þolandi þurfa ekki að búa saman eða vera giftir.Stundum er þetta líka kallað ofbeldi í nánu sambandi:
Finna má einnig upplýsingar um öryggisáætlun og öryggisáætlun á netinu fyrir þolendur, hvað réttargæslumaður gerir og umfjöllun um skilnað og sambúðarslit.
Sérstök umfjöllun er um þau öryggisúrræði sem lögreglan getur boðið upp á.
Unnið er að því að tengja leiðarvísinn við leiðarvísi um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu á 112.is, en oft eru brotaþolar og grunaðir í slíkum málum tengdir eða skyldir. Þá er unnið að sérstökum leiðarvísi vegna ofbeldis meðal skyldra og tengdra gegn börnum.
Leiðarvísirinn var unninn í samstarfi lögreglunnar, Neyðarlínunnar og þá fjölmörgu aðila sem koma að meðferð slíkra mála og er í samræmi við áherslur stjórnvalda á aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi.