Netsvik – Facebook Messenger
13. mars 2025
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við netsvikum í gegnum Facebook Messenger forritið.

Svikin lýsa sér þannig að fólk fær send skilaboð frá vinum eða kunningjum þar sem þeir óska eftir símanúmeri.
Í kjölfarið er fólki tilkynnt að það hafi unnið verðlaun í Facebook leik og þurfi að staðfesta vinninginn með rafrænum skilríkjum. Með þessum hætti hleypir fólk brotamönnunum inn á bankareikningana sína með tilheyrandi afleiðingum.
Þumalputtareglan er því að senda ALDREI símanúmerið sitt í gegnum Facebook Messenger og samþykkja ALDREI rafræna auðkenningu að beiðni einhvers annars.