Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Mannshvörf á Íslandi 1991 til 2002

25. febrúar 2003

Samkvæmt gagnaskrá sem ríkislögreglustjórinn hefur tekið í notkun um mannshvörf, hafa 11 einstaklingar horfið á Íslandi frá 1991 til ársloka 2002, aðrir en þeir sem farist hafa við störf á sjó. Skrá um horfna menn er byggð á upplýsingum frá lögreglustjórum sem ber að tilkynna embætti ríkislögreglustjóra um horfna menn innan þriggja mánaða frá því að mannshvarf er tilkynnt.

Allir hinna horfnu eru karlkyns, þar af þrjú börn og tveir erlendir ferðamenn. Talið er að átta af þeim sem saknað er hafi fallið í sjó, foss eða ár og einn hafi horfið í óbyggðum. Um tvo er ekki vitað annað en að þeir fóru frá heimilum sínum.