Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Lögregluaðgerð í Kópavogi

14. janúar 2026

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sölu og dreifingu áfengis í húsnæði í Kópavogi á mánudag. Þrír voru handteknir á vettvangi vegna málsins og færðir á lögreglustöð, en síðan sleppt að loknum yfirheyrslum.

Um var að ræða aðgerð í tengslum við rannsókn embættisins á brotum gegn áfengislögum, brotum á lögum um matvæli og tollalögum. Töluvert af áfengi var haldlagt.