Lögreglan í Vestmannaeyjum auglýsir eftir vitnum að öðrum árekstri
15. október 2025
Lögreglan í Vestmannaeyjum auglýsir nú erftir vitnum í öðrum árekstri og afstungu
Bifreiðin sem ekið var utaní og ákoma á henni
Lögreglan í Vestmannaeyjum auglýsir nú erftir vitnum í öðrum árekstri þar sem gerandi fór af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið.
Áreksturinn mun hafa orðið laugardaginn 4. október s.l. milli kl. 09:30 og 12:00. Bifreiðin sem ekið var á er af gerðinni Suzuki Swift, blá að lit. Hún stóð á bifreiðastæði við Vestmannabraut, sunnan við Hótel Vestmannaeyjar.
Þau sem búa yfir einhverjum upplýsingum um ofangreindan árekstur eru vinsamlega beðin um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum.