Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Líkamsárás á Ingólfstorgi – upplýsinga leitað

23. mars 2025

Í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á líkamsárás á Ingólfstorgi í Reykjavík sl. föstudagskvöld, 21. mars, leitar embættið eftir myndefni frá vegfarendum sem áttu leið þar um.

Logreglan-umferd-2

Tilkynning um líkamsárásina barst lögreglu kl. 22.57, en þá var nokkuð af fólki á ferli á svæðinu. Því er ekki ósennilegt að myndefni af atburðarásinni, eða hluta hennar, sé að finna í símum einhverra. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um slíkt á netfangið abending@lrh.is og gefa þar upp bæði nafn sitt og símanúmer. Í framhaldinu verður haft samband við viðkomandi.

Eins og fram hefur komið voru tveir fluttir á slysadeild eftir árásina, en í henni var beitt bæði hníf og kylfu. Mennirnir hafa báðir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi, en mikil mildi þykir að ekki fór verr.

Rannsókn málsins, sem er mjög umfangsmikið, miðar ágætlega.