Kona í gæsluvarðhaldi
22. ágúst 2025
Kona á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til nk. þriðjudags, 26. ágúst, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ aðfaranótt 19. ágúst.

Rannsókn lögreglunnar er í fullum gangi, en frekari upplýsingar um málið verða ekki veittar að svo stöddu.