Fara beint í efnið

Þetta vefsvæði er í vinnslu. Opinber vefur er

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Ísland tekur þátt í alþjóðlegu netverki um jafnrétti í löggæslu

18. mars 2025

Alþjóðlegt tengslanet ríkja sem ætla að taka höndum saman um að auka jafnrétti í löggæslu (e. gender-responsive policing) stóð fyrir hliðarviðburði á Kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna (CSW69) í New York nýlega.

Lögreglan

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra, tóku þátt í fundinum fyrir hönd Íslands.

Sigríður Björk sagði frá þeirri heildstæðu nálgun sem Ísland hefur verið að taka í löggæslumálum til að efla jafnrétti í löggæslu hér á landi og kynnti þær breytingar sem unnið hefur verið að í starfi íslensku lögreglunnar til að stuðla að aukinni skilvirkni og árangri. Hún sagði einnig frá því hvernig breyta þurfi viðhorfum og verkferlum lögreglu svo þjóna megi öllum í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli.

Vinnumenning borðar stefnumörkun í morgunmat. Ef raunveruleg breyting á að verða, þarf jafnrétti í löggæslu að vera hluti af daglegu starfi lögreglunnar. Aðeins þannig getum við tryggt öllum þegnum samfélagsins sanngjarna og góða þjónustu frá lögreglunni. Þátttaka í netverkinu og samstarf við UN Women mun bæði gefa okkur tækifæri til að deila reynslu okkur og læra af öðrum aðildarríkjum,

sagði Sigríður Björk.

Næstu tvö árin verður netverkið leitt af Chile, Senegal og Hollandi en að því standa 16 þjóðir, þ.m.t. Ísland. Fjöldi aðgerða hafa stuðlað að auknu trausti almennings til lögreglunnar og hvatt fleiri þolendur til að tilkynna brot til lögreglu.

Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til eru að:

  • Færa lögreglunámið upp á háskólastig og endurskoða sí- og endurmenntun lögreglumanna.

  • Fjölga markvisst konum í lögreglunni, þ.m.t. í stjórnunarstöðum.

  • Dreifa ákvarðanatöku, ekki hvað síst í vinnslu heimilisofbeldismála.

  • Vinna þverfaglega með sveitarfélögum, heilbrigðisþjónustu, frjálsum félagasamtökum o.fl.

Áfram eru áskoranir sem þarf að takast á við líkt og að stuðla að enn betri vinnumenningu innan lögreglunnar og tryggja betur ábyrgð gerenda kynbundins ofbeldis.

Lesa meira:

High-Level Network on Gender-Responsive Policing (pdf)