Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Innbrotin í Grunnskólann á Ísafirði upplýst.

11. september 2003

Innbrotin, tvö, sem framin hafa verið í húsnæði Grunnskólanns á Ísafirði undanfarna daga eru upplýst.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum voru framin innbrot í húsnæði skólans aðfaranótt 6. september sl. og aftur aðfaranótt 10. sama mánaðar. Mikið tjón hlaust af þessum innbrotum báðum. Svo virðist sem tilgangur þeirra hafi verið að leita að lyfjum í skólanum.

Seint í gærkveldi upplýsti lögreglan á Ísafirði bæði innbrotin. Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa verið þar að verki einsamall. Umræddur aðili hefur margsinnis komið við sögu lögreglunnar vegna ýmissa brota, s.s fíkniefna- og, auðgunarbrota.