Innbrot í fyrirtæki upplýst
17. september 2025
Tilkynnt var um tvö yfirstaðin innbrot í fyrirtæki í Suðurnesjabæ í gærmorgun. Meðal þess sem tekið var ófrjálsri hendi var áfengi, tóbak og sælgæti.

Við hefðbundna vettvangsvinnu lögreglumanna var hægt að nálgast myndefni úr öryggismyndavélum þar sem borin voru kennsl á aðila sem þarna var að verki. Búið er að framkvæma handtökur vegna þessara mála og teljast þau upplýst.
Búið er að endurheimta hluta þýfisins sem verður afhent eigendum að lokinni munarannsókn.