Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu

24. nóvember 2025

Hér eru niðurstöður hraðamælinga úr umdæminu í síðustu viku, en myndavélabíll Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var við hraðaeftirlit á Vesturlandsvegi, Breiðhöfða og Miklubraut.

17.11 2025

Brot 91 ökumanns var myndað á Vesturlandsvegi í Reykjavík. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið norður Vesturlandsveg, við Vínlandsleið. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 1.103 ökutæki þessa akstursleið og því óku 8% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 94 km/klst en þarna er 80 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 110.

18.11 2025

Brot 33 ökumanna voru mynduð á Breiðhöfða í Reykjavík. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið norður Breiðhöfða, að Stórhöfða. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 95 ökutæki þessa akstursleið og því óku 35% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 45 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði vegna framkvæmda. Sá sem hraðast ók mældist á 64.

19.11 2025

Brot 457 ökumanns voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá 14. - 19. nóvember. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið vestur Miklubraut, á gatnamótum við Grensásveg. Á tímabilinu var 31.070 ökutækjum ekið þessa akstursleið. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 93. Fjórtán ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.