Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fundur Lögreglustjóra og næstráðenda þeirra.

22. maí 2003

Mánudaginn 19. maí hittust lögreglustjórar og næstráðendur þeirra frá Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði, Hólmavík og Búðardal á árlegum samráðsfundi þeirra. Fundur þessi var 10. vorfundur þessara embætta, en sá fyrsti var haldinn í Bjarkarlundi í byrjun júní 1994. Á fundum þessum eru rædd ýmiss löggæslumálefni, en þó sérstaklega er skipulagt samstarf milli embættanna í umferðarmálum, yfir sumartímann rætt. Síðastliðin tvö ár hafa svo haustfundir verið haldnir, þar sem rædd eru önnur löggæsluverkefni, þó sérstaklega forvarnarmálefni og annað starf er tengist æsku landsins, sem tilheyrir lögreglu og hún hefur með höndum. Núna var fundurinn haldinn á Ísafirði, í fyrsta skiptið í þessi 10 ár. Aðalmál fundarins var skipulag löggæslu á unglingalandsmóti UMFÍ, sem halda á í Ísafjarðarbæ 1. til 3. ágúst n.k. Búist er við 6 – 10 þúsund gestum á mótið og má því ætla að mjög mikil umferð verði um vegi Vestfjarða þenna tíma.