Fara beint í efnið

Þetta vefsvæði er í vinnslu. Opinber vefur er

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Fréttatilkynning til fjölmiðla – almannavarnastig: Neyðarstig

2. apríl 2025

Engin virkni er sjáanleg í gossprungu sem opnaðist í gær um klukkan 9:45 suðvestan af fjallinu Þorbirni, norðan við Grindavík. Enn logar þó glóð í nýju hrauni. Að mati vísindamanna flæðir kvika enn inn í kvikuganginn. Svæðið er óstöðugt og varasamt. Talsverð jarðskjálftavirkni mældist í gær á Reykjanesskaga en í gærkvöldi tók að draga úr þeirri virkni en hún heldur þó áfram.

Hættumatskort 01.04.2025

Veðurstofan uppfærði hættumat fyrir svæðið í gær, sjá viðhengi. Hættumatið gildir til dagsins í dag, sjá nánar: Dregið hefur úr eldgosinu norðun við Grindavík | Fréttir | Veðurstofa Íslands

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákvað í gær að færa almannavarnastig af hættustigi á neyðarstig. Fréttatilkynning um breytingu á almannavarnastigi var birt á heimasíðu almannavarna í gær kl. 10:06, sjá á slóðinni Neyðarstig Almannavarna vegna eldgoss á Reykjanesskaganum. | Almannavarnir Gera má ráð fyrir því að breyting verði á almannavarnastigi í dag.

Áhættumat framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur, unnið í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra var uppfært kl. 17 í gær.

Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og Nesvegi. Aðgangur er því takmarkaður inn á hættusvæðið.

Lögreglustjóri gerir ráð fyrir breytingum á almannavarnastigi í dag og endurskoðun á aðgangi inn á hættusvæði.

Fréttatilkynningin verður uppfærð fyrir hádegi í dag eða síðar eftir atvikum.