Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fjórir sviptir ökuréttindum á Suðurgötu

24. ágúst 2011

Fjórir ökumenn voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða í gær en þeir voru allir staðnir að hraðakstri á Suðurgötu í Reykjavík. Fjórmenningarnir óku Suðurgötu í suðurátt, að Skothúsvegi, en þarna er 30 km hámarkshraði. Þrír bílanna mældust á 65-72 km hraða en sá fjórði á 58. Ökumaður hans var hins vegar ölvaður og því sviptur fyrir þær sakir.