Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Fjársvikatilraunir

16. september 2025

Ekkert lát er á svikapóstum þessar vikurnar og mánuðina, m.a. einn sem margir viðtakendur eru að fá þessa dagana.

Hann er sagður sendur að undirlagi Interpol og undirritaður af þjóðarfulltrúa hjá íslensku lögreglunni! Þessi póstur á bara að fara beint í ruslið.

Vörum líka við SMS skilaboðum frá raforkusölum eins og þeim sem fylgja þessari færslu. Svona skilaboð eiga líka að fara beinustu leið í ruslið.