Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fíkniefnamál – bráðabirgðatölur fyrir janúar 2003

6. mars 2003

Á meðal markmiða sem lögreglan setti sér í baráttunni gegn fíkniefnum á þessu ári var að herða aðgerðir í svonefndum götumálum og berjast gegn dreifingu fíkniefna. Þessi markmið þykja hafa gengið eftir, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu, þegar 115 fíkniefnabrot komu upp í janúarmánuði. Þessi fjölgun er gríðarleg á milli ára, en í janúar 2002 voru brotin 77.

Embætti

Samtölur

Reykjavík

59

Snæfellsnes

2

Bolungarvík

3

Ísafjörður

1

Blönduós

3

Siglufjörður

1

Akureyri

3

Húsavík

3

Eskifjörður

1

Vestmannaeyjar

1

Selfoss

4

Keflavík

10

Keflavíkurflugvöllur

7

Hafnarfjörður

14

Kópavogur

3

Samtölur

115

InnflutningsmálÁ Keflavíkurflugvelli komu upp fimm mál í janúar þar sem lagt var hald á fíkniefni, mest 3 kg. af hassi í einu máli.

Þrjú mál komu upp á svæði tollgæslunnar í Reykjavík þegar fíkniefni fundust í pósti; hass í tveimur sendingum og óþekktar töflur í þeirri þriðju.

Framleiðsla fíkniefna á ÍslandiKannabisefni eru ræktuð hér á landi sem er ekkert annað en framleiðsla fíkniefna. Þessum málum hefur fjölgað á sama tíma og aðgerðir tollgæslu og lögreglu eru hertar verulega. Fréttir af þessum hertu aðgerðum kunna að hafa áhrif með því að fæla menn frá því að flytja fíkniefni til landsins. Af málum sem upp komu í janúar, og snúa að ræktun fíkniefna, reyndist þeirra stærst mál í umdæmi lögreglustjórans á Blönduósi þegar lagt var hald á talsvert magn af kannabisefnum og búnaði til ræktunar fíkniefna.

Haldlögð fíkniefni í janúar 2003

Efnistegund

Grömm

Stykki

Kannabislauf

9.348,01

Kannabisstönglar

3.453,88

Kannabisfræ

16,30

70

Kannabisplöntur

627

Marihúanna

1.260,74

Tóbaksblandað hass

23,71

Hass

3.803,30

Amfetamín

43,12

Kókaín

16,56

E-töflur

141

LSD

1