Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Þessi frétt er meira en árs gömul

Eldsvoði á Suðureyri upplýstur.

15. janúar 2004

Lögreglan á Ísafirði hefur nú lokið rannsókn á eldsupptökum, sem urðu að Stefnisgötu 2 á Suðureyri aðfaranótt 14. janúar sl. Eldsvoðinn er rakinn til kertaskreytingar sem hafði verið logandi fyrr um kvöldið í húsinu.

Lögreglan vill geta þess að liðsmenn slökkviliðs Ísafjarðarbæjar á Suðureyri brugðust hratt og vel við. Þakka má snarræði þeirra að húsið brann ekki meir en raunin varð.

Lögreglan vill nota tækifærið og hvetja alla til að gæta vel að logandi kertaskreytingum og því sem næst er. Þá verður aldrei of oft hvatt til þess að huga vel að reykskynjurum, nægjanlegum fjölda þeirra í samræmi við aðstæður og að þeir séu virkir.