Brautryðjandinn Axel Helgason
30. september 2025
Tæknideild lögreglunnar fagnaði 80 ára afmæli á dögunum, en fyrsti forstöðumaður hennar var Axel Helgason.

Hann var sannkallaður brautryðjandi á þessu sviði, en Axel hafði verið í götulögreglunni frá árinu 1937 og fór svo undir stríðslok til New York í Bandaríkjunum í tækninám í lögreglufræðum, ekki síst fingrafarafræði, og síðar sömu erinda til Scotland Yard í Bretlandi. Axel innleiddi ýmsar nýjungar við rannsóknir mála á Íslandi, en fyrstu þrjú starfsár tæknideildar lögreglunnar var hann eini starfsmaður hennar. Axel var heiðraður af Bretum fyrir að bera kennsl á sjórekið lík með því að beita fingrafaratækni.

Axel var ýmislegt fleira til lista lagt, en um það má m.a. lesa í fróðlegri færslu Sveins Helgasonar, en hlekkur á fésbókarsíðu hans fylgir hér að neðan.