Alvarleg líkamsárás – tveir í gæsluvarðhaldi
14. janúar 2026
Tveir karlar, annar á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, eru í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í síðustu viku. Tilkynnt var um málið síðastliðin föstudag þegar karlmaður fannst með alvarlega áverka utandyra í austurborginni.

Tveir menn voru handteknir í tengslum við málið sama dag og þeir síðan á laugardag úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna til 14. janúar. Gæsluvarðhaldið yfir báðum mönnunum var svo framlengt að kröfu lögreglu í héraðsdómi í dag. Yngri maðurinn var þá úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna, en sá eldri í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.