Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjónusta

Vökudeild er nýbura- og ungbarnagjörgæsla. Hún er eina deild sinnar tegundar á Íslandi og þjónar því öllu landinu.

Á Vökudeild koma:

  • öll nýfædd börn sem þurfa sérhæft eftirlit og meðferð á fyrstu vikum lífs síns

  • börn sem þurfa gjörgæslumeðferð að þriggja mánaða aldri

Fyrirburar eru um 40% skjólstæðingahóps Vökudeildar, en það eru börn sem fæðast fyrir 37 viku meðgöngu.

Teymi

Á Vökudeild er starfandi þverfaglegt teymi sem sér um eftirfylgd mikilla fyrirbura, það er barna sem fædd eru fyrir 28. viku meðgöngu og/eða sem fæðast léttari en 1000 gr.

Þetta þýðir að öllum börnum í þessum áhættuhópi er boðið að koma í skoðanir og prófanir með reglubundnu millibili á fyrstu árunum, burt séð frá því hvort þau eiga heima á höfuðborgarsvæðinu eða ekki. Eftirlitið felur í sér að fylgst er með heilsu og þroska barnsins á ákveðnum aldri.

Börn sem fæðast eftir lengri meðgöngu en 28 vikur geta einnig verið í eftirliti hjá teyminu ef læknir barns telur þörf á.