Transteymi fullorðinna
Efnisyfirlit
Þjónusta
Transteymi fullorðinna er ætlað þeim sem eru 18 ára og eldri og þurfa kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun.
Óska eftir þjónustu
Ekki þarf tilvísun frá lækni til að óska eftir þjónustu teymisins. Beiðni um þjónustu þarf að senda í gegnum Landspítalaappið.
Þegar óskað hefur verið eftir þjónustu teymis, þarf að svara spurningarlista, sem birtist í Appinu svo beiðni verði tekin gild.
Bið eftir fyrsta viðtali er vanalega um 3 mánuðir
Þegar tími hefur verið bókaður færðu skilaboð á Heilsuveru og sérð tímann í Landspítalaappinu.
Nokkrum dögum fyrir viðtalið færðu sendan spurningalista í appinu sem þú þarft að fylla út fyrir komu þína.
Þegar búið er að skrá einstakling í þjónustu teymis fara framtíðar samskipti við teymið fram í gegnum Heilsuveru.
Tenglar
