Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjónusta

Forskilunargöngudeild

Markmið göngudeildarinnar er að stuðla að betri líðan og auknu öryggi sjúklinga með langvinna nýrnabilun og fjölskyldna þeirra, áður en þörf er á skilun. Jafnframt að búa sjúklinga betur undir skilun svo þeir geti tekist á við versnandi nýrnabilun og ákvörðun um meðferð.

Hjúkrunarfræðingur býður sjúklingum og fjölskyldum þeirra viðtöl með einstaklingsmiðaðri fræðslu og stuðningi í tengslum við nýrnabilun og vali á ramtíðarmeðferð sem getur verið blóðskilun, kviðskilun, nýraígræðsla eða meðferð
án skilunar.

Nánar um forskilunargöngudeild (pdf).

Koma á blóðskilun á skilunardeild Landspítala

Við komu á skilunardeild lætur þú ritara vita af komu þinni og bíður síðan á biðstofunni þar til komið er að þér. Meðan beðið er, ert þú beðinn að vigta þig og skrá þyngdina. Starfsmaður aðstoðar við að fara á vigtina, ef með þarf. Út frá þyngd fyrir blóðskilun er metið hve mikinn vökva þarf að fjarlægja úr líkamanum í skiluninni.

  • Gott er að koma í þægilegum, víðum fötum sem auðvelt er að þvo. Við val á fötum er gott að hafa í huga að blóð og aðrir vökvar geta farið í þau. Ef aðgengi að æð er í handlegg er þægilegt að vera í stuttermabol eða hlýrabol þannig að auðvelt sé að komast að því. Ef aðgengi er uppi við háls er best að vera í hlýrabol, skyrtu eða blússu sem hægt er að hneppa alveg niður að framan.

  • Af tillitssemi við samsjúklinga og starfsfólk er ráðlagt að forðast ilmsterkar snyrtivörur. Það á einnig við gesti sjúklinga.

  • Mælt er með að borða heima áður en komið er í blóðskilun. Boðið er upp á létt snarl og drykk. Leyfilegt er að koma með nesti með sér.

  • Taka þarf með sér í fyrstu blóðskilun öll lyf sem notuð eru hvort sem þau eru lyfseðilskyld eða ekki. Læknir deildarinnar fer yfir þau og skráir í kerfi Landspítala.

Nánar um við hverju þú átt að búast við komu í blóðskilun á skilunardeild Landspítala (pdf).