Siðanefnd stjórnsýslurannsókna á Landspítala
Umsókn til Siðanefndar stjórnsýslurannsókna
Nefndin fer yfir allar rannsóknarbeiðnir sem ekki tilheyra siðanefnd heilbrigðisrannsókna.
Umsókn og fylgigögn
Til að umsókn verði tekin fyrir á fundi skal hún berast í síðasta lagi viku fyrir fundardag. Nefndin fundar að jafnaði fyrsta miðvikudag hvers mánaðar.
Umsóknarferli
Sendu útfyllta umsókn og fylgiskjöl með tölvupósti á: stjornsyslurannsoknir@landspitali.is
Þú færð staðfestingu á móttöku umsóknar um leið og umsókn berst.
Þú getur búist við svari frá nefndinni eigi síðar en viku eftir að umsóknin var tekin fyrir á fundi.
Nánari upplýsingar eru veittar í tölvupósti á stjornsyslurannsoknir@landspitali.is
Hægt er að áfrýja niðurstöðum nefndarinnar til forstjóra Landspítala.
