Siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala
Um nefndina
Siðanefnd heilbrigðisrannsókna Landspítala starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði og veitir leyfi fyrir vísindarannsóknum á Landspítala eða í samstarfi við háskóla landsins.
Óheimilt er að hefja vísindarannsókn á heilbrigðissviði án samþykkis viðeigandi siðanefndar.
Hlutverk Siðanefndar heilbrigðisrannsókna
Hlutverk nefndarinnar er
að meta hvort siðferðileg og vísindaleg sjónarmið mæli gegn framkvæmd rannsóknar.
eftirlitsskylda með rannsóknum sem hafa verið samþykktar.
