Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Kynning og marklýsing

Meinafræðideild Landspítalans býður upp á skipulagt sérnám í meinafræði, sem samþykkt var af mats- og hæfisnefnd í maí 2018.

Um er að ræða tveggja ára almennt grunnnám í meinafræði, en nám til sérfræðiréttinda í meinafræði, samkvæmt reglugerð nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi, tekur að minnsta kosti fimm ár. Því er gert ráð fyrir að sérnámslæknar ljúki sérnámi erlendis til afla sér frekari reynslu og sérþekkingar.

Námstími: 2 ár

Marklýsing

Mikilvægasta og víðtækasta reynslan og þekkingin í sérnáminu fæst í gegnum daglega vinnu, sem að mestu er unnin undir umsjón og í nánu samstarfi við sérfræðinga. Í því starfi felst mikil kennsla, auk reglulegra fræðslufunda á deildinni, og gert er ráð fyrir að sérnámslæknar sinni einnig sjálfsnámi.

Í tveggja ára sérnáminu á Íslandi vinna sérnámslæknar reglubundið að og fá kennslu í greiningu á sýnum úr flestum líffærakerfum. Þeir öðlast þannig breiðan grunn í almennri meinafræði, góða færni í algengri og einfaldri greiningarvinnu, sem og töluverða færni í flóknari meinafræði- og greiningarverkefnum.

Sérnámslæknar fá einnig þjálfun í framkvæmd og úrvinnslu krufninga, grunnþjálfun í frumumeinafræði og kynningu og kennslu í sameindameinafræði.
Námið fer allt fram á meinafræðideild Landspítalans við Hringbraut, sem er tiltölulega lítil deild, þar sem persónuleg nánd og samvinna er á milli allra fagstétta deildarinnar.