Sérnám í fæðingar- og kvensjúkdómalækningum
Kynning og marklýsing
Námstími: 3 ár
Samstarf: Royal College of Obstetricians and Gynaecologist /RCOG
Marklýsing
Sérnám í fæðinga-og kvensjúkdómalækningum fer fram á kvennadeild Landspítala. Boðið hefur verið upp á skipulagt sérnám í faginu um nokkurra ára skeið. Sú breyting varð á að hafið var samstarf við Samtök breskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (Royal College of Obstetricians and Gynaecologist /RCOG) fyrir nokkrum árum og er skipulag sérnámsins á Íslandi því að mestu leyti byggt á því meitlaða skipulagi sem þaðan kemur. Heimasíða samtakanna er www.rcog.org.uk
Lengd sérnáms í fæðinga-og kvensjúkdómalækningum er í heildina um 5 ár. Við grunnnámið getur svo bæst við nám í ólíkum undirsérgreinum fagsins seinna meir.
Athugið að á Landspítala er þó einungis boðið upp á fyrstu 3 ár sérnámsins í fæðinga-og kvensjúkdómalækningum.
Marklýsing sérnámsins er staðfest af mats- og hæfisnefnd Velferðarráðuneytisins.
