Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Leiðbeiningar fyrir handleiðara

Handleiðsla

  • Ber ábyrgð á eigin námi og leggur sig fram við að afla sér víðtækrar þekkingar og hæfni á öllum sviðum endurhæfingar.

  • Í náminu tekur hann mið af marklýsingu og heldur framvinduskrá, þ.m.t. vegna sértækra matsaðferða (CbD, mini-Cex, Dops, WBA etc.).

  • Ætlast er til að námslæknir mæti á fyrirlestra, bæði í fræðsludagskrá sérnámslækna og skipulagða fræðslu á vegum endurhæfingarlækna/námsstaðarins.

  • Sérnámslæknir heldur sjálfur a.m.k. þrjá fyrirlestra á hverju ári um óskyld efni sérgreinarinnar.

  • Gert er ráð fyrir að sérnámslæknir skili annaðhvort verkefni eða haldi fyrirlestur um efni frá sérhverri deild sem hann vinnur á. Ef áhugaverð málþing eða fundir eru í boði skal vinnuveitandi (teymisstjóri þar sem sérnámslæknirinn er hverju sinni) með aðstoð kennslustjóra reyna eftir bestu getu að hliðra til á vinnustað þannig að sérnámslæknir geti tekið þátt.

  • Ef sérnámslæknir óskar eftir að taka hluta af námi erlendis þarf hann með aðstoð kennslustjóra að finna út hvaða staðir henti og hvernig best sé að því staðið. Þetta þarf að liggja fyrir við upphaf sérnáms.

  • Sérnámslæknir tekur þátt í fræðslu læknanema, lækna í starfsnámi (kandídata), deildarlækna eða annara sem eru í fagnámi á Grensásdeild og Reykjalundi.

  • Æskilegt er að sérnámslæknir sé þátttakandi í formlegri vísindarannsókn, sé þess kostur.

  • Æskilegt er að sérnámslæknir þreyti próf að námi loknu á vegum Evrópusamtaka endurhæfingarlækna sem eru aðilar að UEMS.

  • Sérnámslæknir sér um sína sjúklinga með vaxandi ábyrgð undir leiðsögn ábyrgs sérfræðilæknis. Í því felst innlagnarskrá með viðeigandi upplýsingum, skoðun, vandamálaskrá og endurhæfingaráætlun. Hann situr teymis-, markmiðs- og fjölskyldufundi og fylgir málum eftir.

  • Sérnámslæknir situr í fagteymi hverrar deildar.

  • Sérnámslæknir tekur þátt í þróunarvinnu starfseminnar á síðari stigum náms.

a) Almenn handleiðsla
Handleiðsla skal vera einu sinni í mánuði, 45-60 mínútur í senn, hjá handleiðara sem fylgir námslækni gegnum námsprógrammið. Handleiðslan snýst um færni og getu í starfi, þekkingaröflun, samskipti við sjúklinga og starfsfólk, og handleiðslu tengda greiningu og endurhæfingu sjúklinga sem sérnámslæknirinn sinnir. Einnig er handleiðslan vettvangur til að ræða starfsþróun, möguleika á sérhæfingu og rannsóknum, gæðaverkefnum, þróun þjónustu og sérnáms og fara yfir þau vandamál sem upp kunna að koma í starfi. Sérnámshandleiðari ræðir eða fer að minnsta kosti mánaðarlega yfir skráningu í framvinduskrá námslæknis.

b) Klínísk handleiðsla
Handleiðsla og ráðgjöf hjá sérfræðingi/yfirlækni á þeirri deild sem námslæknir vinnur á hverju sinni. Þessi handleiðsla snýst einkum um daglega klíníska vinnu. Handleiðslan fer fram jafnóðum í starfi með ýmsum hætti; beinum samtölum við handleiðara, með því að sest er niður og tiltekin mál rædd, með því að handleiðari fylgist með afmörkuðum störfum námslæknis eða lesi yfir og ræði skráð sjúkragögn námslæknis við hlutaðeigandi (CbD).

Sérnámshandleiðari (e. educational supervisor)

  • Hver sérnámslæknir hefur einn megin handleiðara, sem kallast sérnámshandleiðari.

  • Sérnámshandleiðari þarf að vera með sérfræðiviðurkenningu í endurhæfingarlækningum og verður að hafa farið á viðeigandi námskeið um kennslu (e. train the trainers).

  • Handleiðari á að tryggja að sérnámslæknir hafi í hverjum námsáfanga náð tilsettri þekkingu og færni svo sem fram kemur í marklýsingu sérgreinarinnar.

  • Hann metur frammistöðu sérnámslæknis í samræmi við framvinduskrá, sjá kafla um mat á framgangi náms í marklýsingu.

  • Hlutverk hans er að vera stoð og stytta sérnámslæknis. Hann leiðbeinir lækninum í gegnum námið og hvetur til sjálfstæðra vinnubragða, gæða- og vísindavinnu.

  • Handleiðari hittir sérnámslækni reglulega (á 1-2ja mánaða fresti) og fer yfir námsframgang, matsblöð, þekkingaröflun, samskipti við samstarfsaðila, hugmyndir varðandi gæða- og/eða rannsóknarvinnu o.fl.

  • Námslæknir á að geta leitað til sérnámshandleiðara síns varðandi allt sem upp getur komið meðan á námi stendur.

  • Sérnámshandleiðara ber að fara yfir bæði styrkleika og veikleika sérnámslæknis í þeim tilgangi að styrkja hann í starfi, þroska hann sem fagmann og sjá til þess að fagleg þekking, hæfni og geta verði sem best miðað við hvern áfanga í sérnáminu.

  • Ef samstarfsörðugleikar koma upp á milli námslæknis og handleiðara skal leitað til kennslustjóra. Hann metur stöðuna og úthlutar námslækni öðrum sérnámshandleiðara ef þörf er á.

Leiðbeinandi/klínískur handleiðari (e. clinical supervisor)

  • Leiðbeinandi er hver sá sérfræðilæknir sem vinnur með námslækninum á hverri starfstöð fyrir sig.

  • Leiðbeinandinn þarf að hafa þekkingu á marklýsingunni, og á færni- og námsmarkmiðunum miðað við stig í sérnáminu og geta lagt mat á færni og þekkingu.

  • Leiðbeinandinn kemur endurgjöf um sérnámslækninn til sérnámshandleiðarans.