Kynning og marklýsing
Lyflækningadeildir Landspítala starfrækja formlegt framhaldsnám í lyflækningum, byggt á fyrirmynd JRCPTB.
Námstími: 5 ár
Samstarf: Royal College of Physcians
Marklýsing
- uppfærð og samþykkt í nóvember 2020
Sérnám í lyflækningum er tvískipt
Fyrri hluti er þriggja ára kjarnanám í lyflækningum sem vottað er af Joint Royal Colleges Training Board (JRCTB) og er sambærilegt við Internal Medicine training (IMT) í Bretlandi.
Til þess að ljúka fyrri hluta þarf að uppfylla hæfniviðmið marklýsingar, ljúka gæðaverkefni og hafa hlotið MRCP (UK) Diploma sem fæst með því að ljúka þremur prófum, MRCP part 1&2 (skriflegt) og PACES (verklegt).
Að loknum fyrri hluta geta sérnámslæknar sótt um að komast á seinna stig sérnáms sem er tveggja ára viðbótarnám til fullra sérfræðiréttinda í lyflækningum.
Áherslur
Lögð er áhersla á að veita þjálfun í undirstöðuþáttum lyflækninga og nálgun klínískra vandamála með því að byggja upp færni, trausta dómgreind og fagmennsku.
Sérnámslæknar
fá innsýn í flestar sérgreinar lyflækninga
fá innsýn í störf í framlínu við móttöku bráðveikra sjúklinga
taka þátt í kennslu læknanema og sérnámsgrunnslækna
Sterk hefði er fyrir vísindavinnu samhliða framhaldsnáminu og geta sérnámslæknar fengið tvo rannsóknarmánuði á námstímanum kjósi þeir að stunda rannsóknir meðfram sínu sérnámi.
Staðsetning kennslu
Samvinna er á milli SAk og LSH um sérnám í lyflækningum og er gert ráð fyrir að sérnámslæknar vinni á báðum stöðum nema sérstakar aðstæður leyfi það ekki. Tímalengd námsvista á Sak er samkomulagsatriði en hámarkslengd eru 12 mánuðir
