Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Þjónusta

Markmiðið er að veita öllum þolendum kynferðisofbeldis, svo sem nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar, skjóta og örugga þjónustu, tryggja velferð og réttindi þeirra og draga úr líkamlegum og andlegum afleiðingum ofbeldisins.

Þjónusta Neyðarmóttöku er gjaldfrjáls og veitt allan sólarhringinn

Þolendur kynferðisofbeldis fá ráðgjöf, stuðning, læknisskoðun og meðferð. Þeim sem leita til neyðarmóttöku er sýnd tillitssemi, hlýja, traust og trúnaður. Þjónustan er í boði hvort sem ákveðið er að kæra málið eða ekki.

Þjónusta og meðferð vegna kynferðisofbeldis

Ef brotaþoli er yngri en 18.ára

  • Samkvæmt lagalegri skyldu þarf neyðarmóttaka að tilkynna mál til barnaverndaryfirvalda ef ungmenni er yngri en 18 ára.

  • Skýrslur Neyðarmóttöku eru bara afhentar lögreglu gegn skriflegri samþykkisyfirlýsingu brotaþola, forráðamanns barns sem er yngra en 18 ára eða barnaverndar.

Hvernig á að auka líkur á að finna sakargögn

  • Koma eins fljótt og hægt er eftir meint kynferðisbrot

  • Vera í fötum sem tengjast broti eða hafðu þau meðferðis á neyðarmóttöku

  • Ekki fara í bað eða þvo sér fyrir skoðun og sýnatöku.

  • Ekki þvo eða henda fötum eða tíðarvörum sem tengjast atvikinu

  • Ekki fleygja verjum eða öðru sem tengjast atvikinu

  • Ekki hreinsa eða farga sakargögnum á sakarvettvangi eins og rúmfatnaði, húsgögnum, húsbúnaði, tækjum og tólum

Sakargögn eru geymd í eitt ár. Skýrslur frá Neyðarmóttöku eru aldrei afhentar lögreglu nema með skriflegu samþykki þolanda. Brotaþoli eða foreldra ungra þolenda ákveða hvort eigi að leggja fram kæru í málinu eða ekki.

Ítarefni