Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Meðgöngu- og sængurlegudeild

Þjónusta

Þjónusta á meðgöngu

Verðandi foreldri getur þurft innlögn vegna vandamála tengdum meðgöngu. Dvölin fer eftir aðstæðum og varir þar til meðferð og áframhaldandi eftirlit hefur verið skipulagt.

Þjónusta eftir fæðingu

  • Foreldrar dvelja með nýbura á deildinni í nokkra daga og fá síðan heimaþjónustu ljósmóður.

  • Foreldrar barna á Vökudeild dvelja oftast 3-4 daga á deildinni eftir fæðingu.

Áherslur í sængurlegu

  • Hvíld og aðlögun að nýju hlutverki.

  • Tengslamyndun milli foreldra og barns.

  • Farsælt upphaf brjóstagjafar og næring nýburans.

Dvöl maka/aðstandanda

Maka/aðstandanda er velkomið að dvelja á deildinni í sængurlegu eftir að barn er fætt.
Við biðjum skjólstæðinga deildarinnar að hafa eftirfarandi í huga:

  • Heimsóknir eru ekki leyfðar á sængurlegudeild

  • Myndatökur eru ekki leyfðar á deildinni

  • Að virða friðhelgi einkalífsins og ræða ekki mál sem skjólstæðingar kunna að verða vitni að á meðan þeir dvelja á deildinni