Meðgöngu- og sængurlegudeild
Þjónusta
Þjónusta á meðgöngu
Verðandi foreldri getur þurft innlögn vegna vandamála tengdum meðgöngu. Dvölin fer eftir aðstæðum og varir þar til meðferð og áframhaldandi eftirlit hefur verið skipulagt.
Þjónusta eftir fæðingu
Foreldrar dvelja með nýbura á deildinni í nokkra daga og fá síðan heimaþjónustu ljósmóður.
Foreldrar barna á Vökudeild dvelja oftast 3-4 daga á deildinni eftir fæðingu.
Áherslur í sængurlegu
Hvíld og aðlögun að nýju hlutverki.
Tengslamyndun milli foreldra og barns.
Farsælt upphaf brjóstagjafar og næring nýburans.
Dvöl maka/aðstandanda
Maka/aðstandanda er velkomið að dvelja á deildinni í sængurlegu eftir að barn er fætt.
Við biðjum skjólstæðinga deildarinnar að hafa eftirfarandi í huga:
Heimsóknir eru ekki leyfðar á sængurlegudeild
Myndatökur eru ekki leyfðar á deildinni
Að virða friðhelgi einkalífsins og ræða ekki mál sem skjólstæðingar kunna að verða vitni að á meðan þeir dvelja á deildinni
