Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Símanúmer, opnunartími og staðsetning
Þjónusta
Fræðsluefni
Með því að fasta er dregið úr hættu á bakflæði magainnihalds ofan í lungu meðan á aðgerð stendur.
Bakflæðisaðgerð er gerð hjá einstaklingum með svæsið vélindabakflæði
Leiðbeiningar um mataræði eftir skurðaðgerð vegna bakflæðis
Endaþarmur ásamt neðsta hluta bugðuristils er fjarlægður í skurðaðgerð og lagt út ristilstóma.
Undirbúningur fyrir botnlangatöku og eftir aðgerðina.
Eitlar eru fjarlægðir úr holhönd í skurðaðgerð. Aðgerðin er gerð í svæfingu.
Einn eða fleiri eitlar eru fjarlægðir úr hálsi í skurðaðgerð til sjúkdómsgreiningar.
Eitill er fjarlægður úr nára í skurðaðgerð. Aðgerðin er gerð í staðdeyfingu eða svæfingu og yfirleitt er útskrift samdægurs
Gallblaðran er fjarlægð í skurðaðgerð vegna bólgu eða gallsteina. Gert í svæfingu og oftast með kviðsjá, gegnum 4 göt á kviðvegg en einstaka sinnum þarf kviðarholsskurð.
Garnastóma er í flestum tilfellum lagt hægra megin á kvið. Endinn á görninni er tekinn út í gegnum kviðvegginn og snúið þannig að innra borð hennar snýr út og endinn síðan saumaður við húðina.
Aðgerð með kviðsjá gegnum 3 göt á kviðveggnum.
Til að tryggja hámarksbata eftir hlutabrottnám á ristli og endaþarmi þarf að fylgja ákveðnu ferli í hreyfingu og næringu fyrir og eftir aðgerð.
Ristill eða hluti hans er fjarlægður í skurðaðgerð.
Upplýsingar um undirbúning fyrir aðgerð og meðferð sjúklinga sem fara í skurðaðgerð á brisi, gallvegum og skeifugörn.
Gyllinæð er útvíkkuð bláæð í endaþarmi sem myndar eins konar æðahnút. Með aðgerð er gyllinæðin skorin í burtu.
Sýking myndast í hársekk rétt fyrir ofan rassskoru. Með skurðaðgerð er húð og húðfita á sýkta svæðinu fjarlægð.
Undirbúningur og brottnám blöðruhálskirtils með skurðaðgerð, oftast aðgerðarþjarka.
Nýra er fjarlægt eða hluti þess með kviðsjá gegnum 3-5 skurðgöt á kviðvegg.
Nýrað eða hluti þess er fjarlægt í skurðaðgerð.
Eista er fjarlægt í skurðaðgerð gegnum lítinn skurð í nára.
Þvagblaðran er fjarlægð í skurðaðgerð með aðgerðarþjarka. Í aðgerðinni eru þvagleiðararnir tengdir í garnabút sem leiddur er út á kvið og kallast þvagstóma. Þar með er þvaginu veitt í poka utan á kvið.
Stækkun á blöðruhálskirtli getur valdið vandamálum við þvaglát svo sem þvagtregðu, þvagteppu, þvagfærasýkningum, tíðum þvaglátum og þvaglátum að nóttu til. Farið er upp þvagrásina með þar til gerðu tæki og heflað af kirtlinum innanverðum.
Svokallaður JJ-stoðleggur er settur milli nýra og þvagblöðru vegna nýrnasteina til að tryggja öruggt flæði þvags úr nýra meðan á steinbrjótsmeðferð stendur eða vegna þrengsla í þvagleiðara af öðrum orsökum.
Steinar í nýrnaskjóðu eru fjarlægðir eða brotnir niður með speglunartæki í gegnum lítið op á húð sem nær inn í nýra.
Aðgerð á þvagleiðara vegna þrenginga. Gert með kviðsjá í gegnum 3-4 op á kviðvegg.
Aðgerð vegna áreynsluþvagleka ef önnur meðferð hefur ekki skilað árangri.
Með skurðaðgerð er losað vatn sem hefur safnast fyrir í pungnum og hindrað að það komi aftur.
Ástand blöðru er kannað með því að fara með speglunartæki upp í þvagrás, inn í þvagblöðru og stundum áfram upp í þvagleiðara.
Aðgerðin er gerð með blöðruspeglun í svæfingu. Farið er með speglunartæki upp þvagrásina og inn í þvagblöðru.
Tilgangur þessa rits er að veita upplýsingar um þvagstóma og svara algengum spurningum sem geta vaknað við að gangast undir þessa skurðaðgerð.
Útskriftarfræðsla og leiðbeiningar um umhirðu þvagstóma
Aðgerð um þvagrás með speglunartæki.