Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjónusta

Við bráð einkenni skaltu fara beint á bráðamóttöku í Fossvogi eða hringja í 112.

Dag- og göngudeildarþjónusta

  • Fyrir hjartasjúklinga sem eiga fyrirfram bókaðan tíma.

Lyfjaendurnýjun

  • Hafið samband við heilsugæslu eða heimilislækni eða stofu viðkomandi hjartalæknis.

Vottorð

  • Fyrir vottorð hjartalækna þarf að hafa samband við sérgreinaritara hjartadeildar í síma 543 6456.

Gangráðseftirlit

  • Tímapantanir í gangráðseftirlit í síma 543 6031.

  • Staðsetning: 14D.

Áreynslupróf, Holter og hjartaómun

  • Tímapantanir í síma 543 6152.

Hjartaþræðingar, brennsla og gangráðsísetning

  • Upplýsingar um biðlista gefur Guðrún Valgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur, á fimmtudögum á frá 13 til 15 í síma 543 6422.

Rafvending

Rafvending er framkvæmd hjá einstaklingum með gáttatif eða gáttaflökt til að koma hjartslættinum aftur í reglulegan takt. Þú getur haft samband í tölvupósti: rafvending@landspitali.is

Einkenni hjartsláttaróreglu geta verið:

  • Hraður og óreglulegur púls.

  • Svimi.

  • Minna þol.

  • Máttleysi.

  • Mæði.

  • Brjóstverkur.

Biðtími eftir rafvendingu er yfirleitt 4-6 vikur

Ef hjartsláttaróregla hefur staðið í innan við 1-2 sólarhringa er yfirleitt hægt að framkvæma rafvendingu fljótt.