Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjónusta

Hjartadeild 14EG

Hjartadeild 14EG er eina deild landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við sjúklinga með einkenni frá hjarta. Deildin sinnir fyrst og fremst sjúklingum frá Hjartagátt og bráðadeild í Fossvogi. Sjúklingar eru einnig kallaðir inn af biðlista eða koma frá öðrum sjúkrahúsum landsins til sérhæfðrar meðferðar á deildinni.

Meginviðfangsefni

  • Kransæðasjúkdómar – bráðir og langvinnir

  • Hjartabilun – bráð og langvinn

  • Hjartsláttartruflanir margvíslegar

  • Hjartalokusjúkdómar

  • Hjartavöðvasjúkdómar

  • Háþrýstingur

Hjartadeildin starfar náið með Hjartagátt, hjarta- og æðaþræðingastofu og hjartarannsókn við greiningu, meðferð og eftirfylgni einstaklinga með hjartasjúkdóma.

Eftir útskrift og heimaþjónusta

  • Stór hluti sjúklinga fær eftirlit og meðferð á göngudeildum eftir útskrift af hjartadeild en það er liður í því að tryggja sjúklingum bestu mögulegu þjónustu.

  • Heimahjúkrun og heimaþjónusta sinna fjölmörgum sjúklingum eftir útskrift, einkum þeim sem hafa langvinna hjartabilun.