HERA líknarþjónusta
Þjónusta
HERA veitir sérhæfða hjúkrunar- og læknisþjónustu fyrir einstaklinga með langvinna og ólæknandi sjúkdóma. Einnig sinnir HERA sjúklingum í læknanlegri meðferð sem þurfa tímabundna aðstoð vegna erfiðra einkenna. HERA stendur fyrir: Heima, Eftirlit, Ráðgjöf, Aðstoð
Þjónustan er veitt að kostnaðarlausu fyrir sjúklinga á stórhöfuðborgarsvæðinu.
Upplýsingar um hvernig fagaðilar geta sótt um Heimaþjónustu HERU er að finna í Gæðahandbók Landspítala.
Þjónusta HERU
Sólarhringsþjónusta í heimahúsum, með símtölum, tölvusamskiptum og á skrifstofu HERU.
Vitjanir og samskipti eru skipulögð í samráði við sjúklinga og fjölskyldur þeirra, miðað við þörf hverju sinni.
Læknar HERU, sem einnig starfa á líknardeild, eru á bakvakt allan sólarhringinn og sinna einkennamati og meðferð á göngudeild eða með heimavitjun.
Hjúkrunarfræðingar HERU hafa sérþekkingu í líknarmeðferð, fjölskylduhjúkrun og ráðgjöf.
Stuðningur við sjúklinga og aðstandendur, hvort sem einstaklingur kýs að dvelja eða deyja heima.
Náið samstarf við aðra meðferðaraðila til að tryggja samfellu í þjónustu og bestu mögulegu umönnun.
Hvað felst í þjónustunni?
Eftirlit með einkennum og meðferð þeirra.
Einkennamat og meðferð hjá læknum HERU, annað hvort á göngudeild eða heima.
Lyfjatiltekt, lyfjapantanir og lyfjagjafir.
Fræðsla, stuðningur og ráðgjöf.
Einstaklings- og fjölskylduviðtöl.
Aðstoð við hjálpartæki og fyrirkomulag heima.
Tenging við lækna og aðra fagaðila.
Mat á þjónustuþörf og samhæfing þjónustu.
Stuðningur við þá sem kjósa að deyja heima og aðstandendur þeirra.
Í samstarfi við heimahjúkrun veitir HERA einnig:
aðstoð við aðhlynningu
sárameðferð
umhirðu á þvagleggjum, drenum og stóma
